Spurt og svarað

Eru fötin einnota?
ALLS EKKI. Þessi föt skal nota sem oftast!
Fötin eru sniðin úr hágæða jakkafataefni alveg eins og önnur vel gerð (en hundleiðinleg) jakkaföt. Gæðin munu koma þér á óvart.

Fötin mín eru pínu krumpuð – hvað er hægt að gera?
Kosturinn við jakkafötin er að þau krumpast seint. Gerist þá þó, mælum við með því að þú skellir þeim í fatahreinsun.
Þó eru til dæmi um að menn hafa hengt fötin upp á baðherberginu og látin hanga þar á meðan heitt vatn rennur í sturtunni í amk. 15 mínútur. Þannig væri hægt að slétta þau aðeins.
Hægt er að strauja fötin mjög varlega en munið þó að stilla straujárnið á lægsta mögulega hita.

Það eru dularfullir blettir í fötunum – hvað get ég gert?
Fötin má þvo í þvottavél en þó aðeins í köldum þvotti (30°C). Hins vegar mælum við með því að kíkja með fötin öðru hverju í fatahreinsun.

Afhendingartími:
Flottfot.is panta föt að utan 1. og 15. hvers mánaðar. Allt að 10 virkir dagar geta liðið þar til pöntun skilar sér til viðskiptavina.
Mikið kapp er lagt á að koma vörunum sem allra fyrst til þín.
Ef um magnpöntun er um að ræða er hægt að sérpanta að utan og þannig flýta fyrir afhendingu. Þá er um að gera að hafa samband á flottfot@flottfot.is.

Get ég skoðað?
Stefnt er að því að koma upp fötum til sýnis í Reykjavík og á Akureyri
Nánar síðar.

Hvernig er best að mæla stærðir?
Best er að kíkja á stærðartöfluna (undir öllum fötum í vefverslun) og mæla þig vel út. Gott er að fá aðstoð svo málin séu sem nákvæmnust.
Miða skal helst við að jakkinn passi vel. Hann er aðsniðinn.
Buxnastrengurinn er þannig að hægt er að víkka buxurnar um allt að 2 stærðir. Eins eru buxurnar hafðar vel síðar svo þær falli vel að hvaða skóm sem er. Svo er lítið mál að stytta buxurnar.
Ef þú ert í vafa milli tveggja stærða er um að gera að velja stærri fötin.

Hér geturðu séð stærðartöflu fyrir dömur

Hér geturðu séð stærðartöflu fyrir herra

Hér geturðu séð stærðartöflu fyrir drengi

Hér geturðu séð stærðartöflu fyrir unglinga